2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Bardagakappinn í gæsluvarðhald en sá sem hann hótaði og lamdi er týndur

Skyldulesning

Maðurinn sem hefur verið mikið í fréttum í vikunni vegna birtingar ofbeldismyndbanda og eldsvoða í Friggjarbrunni í Úlfarsárdal á þriðjudagskvöld var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Maðurinn er 28 ára gamall og hefur verið virkur keppandi í MMA bardagaíþróttinni. Á þriðjudagskvöld varð eldsvoði í íbúð mannsins að Friggjarbrunni. Hann var ekki heima og tókst slökkviliði að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á íbúðinni.

Á miðvikudagskvöld fór í birtingu myndband sem sýnir mann kasta því sem lítur út fyrir að vera bensínsprengja inn um glugga að íbúðinni. Sólarhing síðar fór í dreifingu myndband af bardagakappanum þar sem hann hótar manni lífláti símleiðis og munda haglabyssu.

Sama dag birtist myndband þar sem bardagakappinn gengur í skrokk á manni. Sá maður gerði lítið úr árásinni á Facebook skömmu síðar. Í gær lýsti lögregla hins vegar eftir manninum en hann heitir Ævar Annel Valgarðsson. Er hann um tvítugt. Svo virðist sem bardagakappinn saki hann um að hafa kastað bensínspengju inn í íbúð sína.

Ævar Annel Valgarðsson

Innlendar Fréttir