8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Barði í skilti og sagði tap Dort­­mund í gær „al­­gjöra kata­strófu“

Skyldulesning

Aumingi með hor

Er þessum batnað?

Það sauð á Mats Hummels, varnarmanni Dortmund, enn eina ferðina í gær. Liðið tapaði í gær 2-1 fyrir Union Berlin á útivelli og er að hellast úr lestinni í Þýskalandi.

Dortmund er nú sex stigum á eftir toppliði Bayer Leverusen, sem á einnig leik til góða, en sigurmark Union í gær kom eftir hornspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.

„Þegar maður tapar enn einum leiknum eftir fast leikatriði þá sýnir það hversu mikið manni langar að vinna leikina,“ sagi foxillur Hummels við DAZN og hélt áfram:

„Við getum ekki haldið áfram að gera þetta svona auðvelt fyrir mótherja okkar. Þetta er algjör katastrófa. Við getum ekki varist hornspyrnu sem er sparkað á nærstöngina og fleytt áfram.“

„Þeirra besti skallamaður var aleinn. Það er eitthvað sem ég skil ekki. Þetta er okkur sjálfum að kenna að við töpuðum,“ sagði reiður Hummels.

Hann var einnig virkilega pirraður á dögunum eftir stórtapið gegn Stuttgart er Dortmund tapaði 5-1. Það var einnig síðasti leikur Lucien Favre við stjórnvölinn í Dortmund.

Innlendar Fréttir