5 C
Grindavik
2. mars, 2021

Bárður aflakló með algjöra yfirburði

Skyldulesning

Bárður SH er stærsti plastbátur landsins og hefur veiði gengið með ólíkindum frá því að hann kom til landsins undir lok ársins 2019.

mbl.is/Alfons Finnsson

Stærsti plastbátur landsins, Bárður SH 81, hefur heldur betur sannað sig og heldur áfram að sýna framúrskarandi aflabrögð og var aflamesti netabátur í fyrra með 2.426,1 tonna heildarafla  í 114 löndunum og nam því meðalafli 21,2 tonnum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Aflafrétta.

Eflaust sáu margir það fyrir að Bárður yrði aflamestur, en í maí í fyrra var sagt frá því að Bárður hefði líklega sett nýtt Íslandsmet netabáts á síðustu vetrarvertíð eftir að hafa náð 2.311 tonna afla.

Á eftir Bárði fylgir Langanes GK með 1.14,2 tonn í 133 löndunum, svo Erling KE með 1.406,6 tonn í 80 löndunum, í fjórða sæti er Kap II VE með 1.354,4 tonn í 33 löndunum og í fimmta Þórsnes SH með 1.242,5 tonn í 21 löndun.

Innlendar Fréttir