10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Barnahjónabönd á Íslandi: 18 börn gengið í hjónaband á undanförnum árum – „Kemur oft þrýsingur frá foreldrunum“

Skyldulesning

Frá árinu 1998 hafa hátt í annan tug barna gengið í hjónaband á Íslandi. Frá árinu 1998 til 2016 var sótt um 18 undanþágur fyrir hjúskap þessara ólögráða einstaklinga og samþykkti dómsmálaráðuneytið þær allar. Var það gert með undanþágum íslenskra yfirvalda í hjúskaparlögum en undanþágan var sett árið 1993 og leyfir frávik frá aldursmörkum. Síðasta undanþágan var veitt árið 2016.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í svari sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, gaf við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þáverandi þingmanni Vinstri grænna, þegar hann spurðist fyrir um málið fyrir tveimur árum.

Andrés talar um málið í þættinum 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Þar segir hann frá því að Sigríður hafi sagst vera búin að setja af stað endurskoðun á undanþáguákvæðinu í hjúskaparlögum. Andrés hefur ítrekað fyrirspurnina sína síðan þá og hefur dómsmálaráðherra sagt að málið ætti að vera lagt fram á þessu þingi. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst og frumvarpið því ekki á málaskrá þingsins.

„Við þekkjum það alveg frá löndum eins og vestanhafs ef ungt kærustupar slysast til að verða ólétt þá kemur oft þrýsingur frá foreldrunum um að barnið fæðist innan hjónabands,“ segir Andrés í þættinum en hann segist ekki hafa spurt að því hvort hann viti eitthvað meira um þessi barnahjónabönd.

Þátturinn verður sýndur klukkan 21 í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir