8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Barnakórinn söng fyrir lögregluna

Skyldulesning

Barnakór Guðríðarkirkju fyrir utan lögreglustöðina á Vínlandsleið.

Barnakór Guðríðarkirkju fyrir utan lögreglustöðina á Vínlandsleið.

Lögreglumenn á lögreglustöðinni í Vínlandsleið í Grafarholti urðu í gær þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á söng Barnakórs Guðríðarkirkju.  

Framtakið var hugsað sérstaklega vegna þess að engir jólatónleikar voru hjá barnakórnum í ár.

Kórinn syngur fyrir lögregluna.

Kórinn syngur fyrir lögregluna.

„Okkur langaði til að gera eitthvað fyrir hverfið og hugsuðum að lögreglan myndi hafa gaman af og njóta vel, vinnur oft erfið og krefjandi störf. Við höfðum samband við stöðina og fengum að koma á vaktaskiptum til þess að fleiri myndu njóta og svo sungum við bara fyrir utan stöðina við undirleik Ástvaldar Traustasonar á harmonikku,“ sagði Ásbjörg Jónsdóttir, barnakórsstjóri Guðríðarkirkju. 

Sagði Ásbjörg að börnin hefðu haft gaman af og fengið góða og skemmtilega útiveru þar sem þau röltu syngjandi niður á lögreglustöðina. Fengu börnin svo smákökur að launum.

Tókust tónleikarnir svo vel, að sögn Ásbjargar, „að það gæti vel verið að þetta fái að halda sér um ókomin ár þrátt fyrir að við getum haldið tónleika“.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir