-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Bataferli Van Dijk gengur eins og í sögu – Vonir standa til um að hann spili á tímabilinu

Skyldulesning

Ensk götublöð segja frá því í dag að bataferli Virgil Van Dijk gangi eins og í sögu og að vonir standi til um að hann geti spilað aftur á þessu tímabili.

Hollenski varnarmaðurinn sleit krossband í leik gegn Everton í síðasta mánuði. Í fyrstu var talið að Hollendingurinn yrði frá í tæpt ár.

Bataferli hans og endurhæfing hefur hins vegar byrjað vel og nú vona forráðamenn Liverpool að hann geti spilað aftur á þessu tímabili.

Van Dijk er einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool og hefur verið besti varnarmaður liðsins síðustu ár.

Liverpool glímir við meiðsli í hjarta varnarinnar en Joe Gomez miðvörður liðsins meiddist á dögunum og verður frá næstu mánuðina.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir