Tilkynnt var um bát í vandræðum rétt fyrir utan Reykjavík fyrr í morgun, en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór björgunarskipið Sjöfn á vettvang og verið er að draga bátinn í land.
Veður var gott á vettvangi og engin hætta á ferðum. Óljóst er af hvaða toga vandræðin voru en báturinn komst ekki sjálfur í land og þurfti aðstoð við það.