Bauð fátækum og þurfandi húsaskjól og mat en var í raun leiðtogi sértrúarsafnaðar – Hvað myrti Anna mörg börn og var dóttir hennar meðal þeirra? – DV

0
109

Það liðu heilir fjórir áratugir áður kona nokkur gekk á fund lögreglu og sagðist telja móður sína hafa myrt systur sína, systur sem hún hafði aldrei augum litið.

Bætti hún því við að móðir hennar hefði einnig myrt annað barn og hefðu morðin verið beintengd við sértrúarsöfnuð, misnotkun á börnum og flótta frá yfirvöldum.

Hefði upphafsmaður og forystusauður safnaðarins, staðsettum í verið umrædd móðir hennar.

Cathy var sex ára þegar hún hvarf. Hvarf Cathy

Konan, Joy Fluker, sagði systur sína hafa heitir Catherine Davidson, hafi hún alltaf verið kölluð Cathy og verið myrta árið 1976. Var Cathy þá sex ára gömul en Joy ekki enn fædd.

Þann 1. september 1976 héldu Robert og Anna Davidson frá heimili sínu í Chicago til Sawyer til að njóta útivistar við hið gullfallega Michigan vatn. Voru börn þeirra fimm með í för.

Á meðan að þau hjón voru að undirbúa matinn ruku krakkarnir af stað til að kanna nágrennið, eins og krakkar er siður.

Korteri seinna hófu þau að skila sér, hvert af öðru. Nema Cathy.

Anna Davidson/Young á yngri árum. Robert og Anna leituðu allt um kring en Cathy var hvergi að finna. Fóru þau þá til lögreglu og tilkynntu um hvarf hennar. Strax var hafinn umfangsmikil leit sem engan bar árangur.

Hafði Cathy verið rænt og henni haldið fanginni? Hafði hún verið myrt? Hafði hún ranglað frá systkinum sínum og orðið fyrir slysi?

Það var fjölda kenninga kastað fram en hvergi fannst litla Cathy.

Enginn áhugi foreldra

Meðan á leitinni stóð hafði lögregla gætur á Robert og Önnu. Þau virtust ekki hafa neinar áhyggjur af hvarfi telpunnar og tóku ekki þátt í leitinni. Þau sáust meðal annars vera að skemmta sér með vinum þremur dögum síðar, hlæjandi og skála í áfengi.

Lögreglu grunaði að foreldrarnir hefðu eitthvað með hvarf barnsins að ræða en höfðu engar sannanir undir höndum. Auk þess héldu hin börnin fjögur því staðfastlega fram að Cathy hefði horfið á meðan að þau voru að leika sér.

Hvarf Cathy litlu var leyndardómur allt þar til ársins 2017, þegar að yngsta dóttir Robert og Önnu, Joy, steig fram.

Joy fæddist nokkrum árum eftir hvarf Cathy og var það eldri systir hennar sem loksins trúðir henni fyrir hvað gerst hafði þennan dag við vatnið áratugum áður.

Joy ásmt Önnu, móður sinni. Joy sagði lögreglu að systir hennar hefðir sagt sér að hún hefði orðið vitni að því, 44 árum fyrr, að Roberg og Anna hefðu barið Cathy, bundið hana og keflað og læst inni í skáp.

Þetta hefði gerst kvöldið áður en farið var í fjölskylduferðina til Sawyer. Hin börnin heyrðu hljóð frá skápnum um nóttina, hljóð sem minntu á klór en um miða nóttin hættu þau og við tók dauðaþögn.

Morgunin eftir læddust systurnar að skápnum og opnuðu. Cathy lá bundin á gólfinu og virtist látin.

Þær þorðu ekki að minnast orði á líkfundinn við foreldra sína og héldu í fjölskylduferðina, vitandi af Cathy látinni í skápnum.

En sagan er öllu flóknari.

Söfnuður Önnu

Eftir hvarf Cathy flutti fjölskyldan til Micanopy í Flórída, sem er lítið annað en þorp með um 500 íbúa.

Þar hóf Anna að predika og stofnaði söfnuð árið 1983 sem hún nefndi House of Prayer for All Peo

Meðlimir í söfnuð Önnu. ple. Voru kenningar Önnu byggðar á völdum köflum Gamla testamentisins.

Söfnuðurinn var ekki stór, hann samanstóð af 24 einstaklingum þegar að mest var, en þurftu meðlimir að fylgja ströngum fyrirmælum Önnu.

Meðal þess voru ströng fyrirmæli um fatnað. Karlmenn áttu einungis að klæðast síðum kuflum og var þeim bannað að raka skegg sitt. Konur áttu einnig að klæðast síðum kuflum og hylja hár sitt.

Einnig voru reglur um mataræði, fylgjendur mátti aðeins neyta matar sem Anna sagði ,,hreinan” og þurftu meðlimir að skipta um nafn.

Anna Davidson varð Anna Young og Robert Davidson var Jonah Young. Var öllum gert að kalla hana ,,Móður Önnu”

Móðir Anna Talin skrítin þar til glæpirnir komu í ljós

Anna Young sótti sérstaklega í fólk sem átti við erfiðleika að stríða, ekki síst fátækar einstæðar mæður, sem margar hverjar tóku fagnandi boði hennar um frítt húsnæði og mat. Sumar skildu jafnvel börn sín eftir hjá ,,guðskonunni” ófærar um að sjá fyrir þeim sjálfar.

En hún gerði safnaðarmeðlimum aftur á móti næsta ómögulegt að yfirgefa húsið með því að fara fram á stórfé sem viðkomandi ,,skuldaði” en gat sjaldnast sem aldrei greitt.

Sama var að að segja um mæður sem vildu sækja börn sín, fengu þær svimandi reikninga sem þær sjaldnast gátu greitt og hélt Anna því börnum þeirra.

Joy með mynd af móður sinni sem hún sagði hafa heilaþvegið sig. Hópurinn var almett álitinn sérkennilegur en ekki mikið umfram það. Það er að segja allt til láts Robert/Jonah árið 1988.

Anna virtist taka hamskiptum við lát hans og við tóku nýjar, og mun strangari, reglur.

Fylgjendur þurftu að láta Önnu fá öll sín laun, og reyndar allt sitt sparifé, og voru foreldrar og börn aðskilin. Anna lét börnin sofa með sér í herbergi og máttu foreldrar og börn ekki eiga nein samskipti.

Pyntaði börnin

Anna svelti börnin, niðurlægði og refsaði sí og æ fyrir ,,syndir” þeirra. Voru þau þá hýdd 33 sinnum – jafn mörgum sinnum og sagt er að Kristur hafi verið hýddur fyrir krossfestinguna.

Hún neyddi eina móðurina til að skilja við tveggja ára barn sitt utan við kirkju í Puerto Rico og sagði djöfulinn hafa tekið sér bústað í barninu.

En árið 1992 varð breyting á söfnuði Önnu. Hún hafði þá talið 12 ára stúlku lykta illa og til að refsa henni fyllti hún baðkar af alls kyns hreinsiefnum, og neyddi stúlkuna ofan í.

Hús safnaðarins í Flórída Foreldrar hennar, sem voru meðlimir söfnuðsins, höfðu áhyggjur af því að eitthvað væri á seyði og lögðu inn í að fara inn í svefnherbergi Önnu þegar hún sá ekki til.

Fundu þau dóttur sína bunda við rúm með skelfileg brunasár. Þau ruku með hana á sjúkrahús og var lífi hennar bjargað en hún með lifa með áverkunum alla ævi.

Flóttinn

Lögregla var köllluð til og gefin út kæra á hendur Önnu fyrir líkamsárás og misþyrmingar. Hún náði aftur á móti að flýja áður en að handtöku kom og tók Joy, sem þá var aðeins barn, með sér.

Söfnðurinn leystist upp.

Árið 2000 fannst Anna og bjó þá í bænum Alton í Illinois. Hún fékk dóm fyrir misþyrmingarnar ár stúlkunni og lauk afplánun árið 2002.

Emaon litli Joy sagði lögreglu að Anna hefði myrt Cathy en hún hefði einnig myrt tveggja ára dreng, Emon Harper, árið 1988. Hefði hún svelt hann og barið þar til hann lést.

Hún hafði sett lík hans inn í skáp, að nokkrum safnarmeðlima viðstöddum, og nokkrum dögum síðar sett líkið í þvottakörfu og kveikt í.

Ekki voru taldar nægar sannanir til að kæra Önnu fyrir morðið á Cathy en aftur á móti var hún ákærð fyrir morðið á Eamon í desember 2017.

Eftir að frétir af ákærunni birtust í fjölmiðlum stigu fleri safnaðarmeðlimir fram með hryllingssögur af lífinu í húsi House of Prayer for All People.

Katoynia

John Neal var einn þeirra.

Hafði móðir hans verið safnaðarmeðlimur og sagði John að Anna hefði einnig myrt systur hans, Katonya Jackson.

John Neal Sagði John að Anna hefði sagt sig hafa sama vald og guð, enginn mætti efast um það ellegar sæta harðri refsingu, auk þess að fara lóðrétt til helvítis í eftir dauðann.

Katonya mun hafa þjáðst af flogum en Anna neitaði að gefa henni lyf auk þess sem hún pyntaði stúlkuna fyrir flogin, sem Anna sagði verkfæri andskotans.

Katonya lést eftir enn eitt flogið, þá illa farin af misþyrmingum. Daudagi Katonyu var tilkynntur og talinn vera af völdum flogaveiki hennar.

 Sjálfur var John margoft hýddur og lá til að mynda illa særður í fleiri vikur eftir að hafa tekið mola af súkkulaði sem hann fann í eldhúsinu.

Fjöldi fólks  bar vitni við réttarhöldin og voru sögurnar flestar á sama hátt, sögur af andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Önnu. Sumir viðurkenndu að hafa barið eigin fjölskyldumeðlimi að skipan Önnu.

Sat inni í 33 daga

Joy var gagnrýnd fyrir að stíga ekki fyrr fram en sagðist ekki hafa fundið styrkinn til þess fyrr, móðir hennar hefði haft ægivald yfir henni í fleiri áratugi.

Í febrúar 2021 játaði Anna Young á sig morð á Eamon Haper og manndráp á Katonyu Jackson og var dæmd í 30 ára fangelsi.

En Anna Young sat aðeins aðeins að baki múranna í 33 daga áður en hún fékk hjartaáfall og dó.

Anna Young, fangelsismynd. Síðar kom í ljós að Anna hafði verið ákærð fyrir misþyrmingar á börnum árið 1968 en málið látið niður falla af ókunnum ástæðum.

Tvö af systkinum Joy halda enn fram að saga hennar sé lygi og móðir þeirra hafi verið einungis verið guðhrædd og góð kona, full vilja  að hjálpa þeim er minna máttu sín.

Hvarfið á Cathy er enn, tæknilega séð, flokkað sem óleyst.