Baulað á Messi fyrir og eftir leik – DV

0
103

Lionel Messi fékk að finna fyrir því frá stuðningsmönnum PSG í gær þegar liðið tapaði gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni.

Messi fékk að finna fyrir baulinu fyrir og eftir leik en stuðningsmönnum PSG er nóg boðið.

Messi er sagður íhuga það að snúa aftur til Barcelona en hann kom til PSG fyrir tæpum tveimur árum.

Messi hefur ekki tekist að færa PSG nær sigri í Meistaradeildinni en liðið er úr leik á þessu tímabili.

Messi hefur sjö sinnum verið kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi en rómantísk endurkoma til Barcelona er í kortunum.