1 C
Grindavik
18. janúar, 2021

Bauluðu á leikmenn sem krupu á hné

Skyldulesning

Áhorfendum hefur verið hleypt aftur inn á knattspyrnuvelli í Englandi , það er liður í afléttingu takmarkana þar í landi vegna Covid-19 faraldursins.

Sú hefð hefur skapast fyrir leiki þar í landi og annars staðar að leikmenn fara niður á hné fyrir leik til þess að sýna réttindabaráttu svartra samstöðu.

Þegar að leikmenn Millwall og Derby County fóru niður á hné fyrir leik liðanna í ensku 1. deildinni   í dag, byrjaði ákveðinn hluti stuðningsmanna á vellinum að baula á þá.

Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem að stuðningsmenn Millwall fá að mæta á völlinn.

A section of Millwall fans booed as their players and Championship opponents Derby took a knee in support of the Black Lives Matter movement at the start of their match pic.twitter.com/o1wcLOoGar

— Football Daily (@footballdaily) December 5, 2020

Innlendar Fréttir