Union Berlin og Bayern Munchen, gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Stadion An der Alten Försterei, heimavelli Union Berlin.
Grischa Prömel, kom Union Berlin yfir með marki strax á 4. mínútu leiksins og liðið því komið í stöðuna 1-0.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 68. mínútu þegar Robert Lewandowski jafnaði metin fyrir Bayern með marki eftir stoðsendingu frá Kingsley Coman.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Jafnteflið þýðir að Bayern heldur toppsæti deildarinnar en er nú með sama stigafjölda og RB Leipzig.
Fyrr í dag vann RB Leipzig góðan 2-0 heimasigur gegn Werder Bremen. Mörk frá Marcel Sabitzer og Daniel Olmo tryggðu sigur Leipzig sem jafnaði þar með stigafjölda Bayern.
Liðið situr í 2. sæti deildarinar með 24 stig.
Union Berlin 1 – 1 Bayern Munchen
1-0 Grischa Prömel (‘4)
1-1 Robert Lewandowski (’68)
RB Leipzig 2 – 0 Werder Bremen
1-0 Marcel Sabitzer (’26)
2-0 Daniel Olmo (’41)