2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Bayern nálgast titilinn

Skyldulesning

Leikur Leipzig og Bayern Munchen í þýsku Bundesligunni var að klárast rétt í þessu. Leikurinn fór fram á heimavelli Leipzig, Red Bull Arena, og lauk með 0-1 sigri Bayern.

Fyrir leikinn var Bayern í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Leipzig í öðru sætinu. Bayern styrkir því stöðu sína á toppi deildarinnar með þessum sigri.

Bæði lið spiluðu fyrri hálfleikinn varfærnislega og var lítið um opin færi. Goretzka skoraði eina mark leiksins fyrir Bayern á 38. mínútu með kraftmiklu skoti eftir stoðsendingu frá Muller. Seinni hálfleikur byrjaði skemmtilega en svo hægðist á og lítið var um færi síðustu mínútúr leiksins.

Bayern eru komnir með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar og eru á góðri leið með að tryggja sér titilinn níunda árið í röð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir