10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Beckham í góðu sambandi við Messi – Gætu sameinast í Miami

Skyldulesning

David Beckham eigandi Inter Miami mun reyna að sannfæra Lionel Messi um að spila fyrir félagið þegar hann ákveður að yfirgefa PSG.

Messi samdi við PSG síðasta sumar en hann er 34 ára gamall. Messi er með samning út næstu leiktíð en ekki er útilokað að hann yfirgefi PSG eftir aðeins eitt ár.

Jorge Mas sem er hægri hönd Beckham hjá Inter Miami staðfestir áhuga félagsins á Messi.„David á í góðu sambandi við Messi. Ef hann er fer frá PSG þá myndum við elska að sjá hann í treyju Inter Miami og vera hluti af okkar samfélagi,“
sagði Mas.

„Getur það gerst? Við munum gera allt okkar megin, ég er bjartsýnn maður. Sé ég það gerast? Það er alveg möguleiki.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir