0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Bedsit morðinginn loks í grjótið – Nauðgaði tveim ungum konum og myrti árið 1987

Skyldulesning

Breska lögreglan handtóku í vikunni David Fuller, 66 ára gamlan ellilífeyrisþega, vegna gruns um að hafa orðið tveim ungum konum að bana árið 1987. The Sun sagði frá.

Morðin sem skóku Bretlandseyjar áttu sér stað með fimm mánaða millibili, en vegna eðlis þeirra og aðkomu á vettvang var strax talið að morðin tengdust. Þann 23. júní 1987 fannst lík Wendy Knell í íbúð hennar á jarðhæð. Henni hafði verið nauðgað áður en hún var tekin kyrkingartaki og myrt.

Fimm mánuðum síðar, eða í desember það ár, komu viðbragðsaðilar að líki Caroline Pierce í síki í sveit um 65 kílómetrum frá heimili sínu. Henni hafði einnig verið nauðgað áður en hún var myrt. Í báðum tilfellunum virtist morðinginn hafa stolið lyklum kvennanna er hann lét sig hverfa af vettvanginum. Talið er að hún hafi verið myrt 24. nóvember. Þegar í ljós kom að Caroline bjó í næsta nágrenni við Wendy varð rannsakendum ljóst að líkindin gætu ekki verið tilviljun og að málin væru án vafa tengd.

Málið vakti mikla athygli ytra á þessum tíma og var rannsóknin gríðarlega víðáttumikil, en árangurslaus. Í 33 ár tókst morðingjanum að fela slóð sína og lék lausum hala á meðan, þar til nú. Fuller hefur nú verið ákærður fyrir bæði morðin og mætti hann fyrir dóm í dag þar sem meðfylgjandi myndir náðust af honum. Að því er segir í frétt The Sun tók maðurinn ekki afstöðu til ákærunnar en verður aftur færður fyrir dómara á þriðjudaginn í næstu viku.

Í tilkynningu frá lögreglunni sagði að haft hefur verið samband við fjölskyldur kvennanna vegna málsins.

Innlendar Fréttir