7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Beiðni um skýrslu vegna biðlista samþykkt

Skyldulesning

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Beiðni nokkurra þingmanna um að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um áhrif kórónuveirufaraldursins á biðlista í heilbrigðiskerfinu hefur verið samþykkt.

Beiðnin kemur frá Guðmundi Inga Kristinssyni og Ingu Sæland í Flokki fólksins, Ásmundi Friðrikssyni og Vilhjálmi Árnasyni í Sjálfstæðisflokknum, Birni Leví Gunnarssyni, Jóni Þór Ólafssyni, Sunnu Rós Víðisdóttur, og Söru Elísu Þórðardóttur Í Pírataflokknum og Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingunni.

„Í skýrslunni verði teknar saman upplýsingar um það hvernig biðlistar hafi þróast eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp í landinu og hvaða aðferðum hafi verið beitt til að takmarka vöxt biðlista og hvaða aðferðum verði beitt til að vinna niður biðlista í framtíðinni,“ segir meðal annars í beiðninni.

Í greinagerð með beiðninni kemur fram að vegna álags á heilbrigðiskerfið vegna Covid-19 hafi ekki verið hægt að framkvæma eins margir aðgerðir og áður og ýmis þjónusta sætt takmörkunum.

Biðlistar hafi víða verið langir fyrir Covid og því vakni spurningar um stöðu mála í dag. Því komi heilbrigðisráðherra og geri grein fyrir stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Þannig megi leiða betur í ljós hvort grípa þurfi til frekari aðgerða af hálfu Alþingis til að stemma stigu við biðlistavandanum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir