Beikon bjargvættar!
Eins og fram hefur komið og farið víða í netheimum, var framið rán um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS er svínaflesk, öðru nafni beikon hvarf úr býtibúri kokksins. Málið er enn í rannsókn og eru uppi getgátur um hvort málið verði sent sérstökum saksóknara til meðferðar en sitt sýnist hverjum um það. Hvað sem því líður hefur beikondólgurinn eða dólgarnir ekki fundist þrátt fyrir mikla eftirgrennslan.
En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.
Hið íslenska Bacon bræðralag , sem stendur fyrir Reykjavík Bacon festivali árlega, frétti af þessum hremmingum skipverjanna á Júlíusi, sá að þetta gengi ekki, skaut á neyðarfundi og ákvað að þetta væri ófremdarástand um borð í Júllanum. Var tekin sú höfðinglega ákvörðun og senda hið snarasta 10 kg af úrvals ALI beikoni vestur og freista þess að koma þessu um borð til okkar.
Það verður að segjast eins og er að menn setti hljóða er þetta fréttist um borð…. menn voru fyrir löngu búnir að afskrifa svona góðmennsku og héldu að þetta heyrði bara sögunni til. En þegar búið var að sannfæra skipverja um að þetta væri sannleikur, brutust út mikil fagnaðarlæti og lofuðu menn Hið íslenska Bacon bræðralag í hástert. Flugu ýmis hástemmd hrósyrði þeim til handa og þótti sýnt að þeim yrði seint fullþakkaður rausnarskapurinn
Ekki er laust við að menn hafi tekið gleði sína á ný, einn og einn skipverjinn sást taka dansspor á vinnsludekkinu, allir eru meira og minna brosmildir og með hlýju í hjartanu yfir góðmennsku Bacon bræðralagsins….
Og nú hlakka allir til þess að geta fengið egg og beikon…já eðalbeikon sem mun renna ljúflega niður…
Hafið kæra þökk fyrir Hið íslenska Bacon bræðralag….
Hér er facebook síða Bacon bræðralagsins… http://www.facebook.com/ReykjavikBaconFestival