6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Bein útsending: Bóluefni, börn og sjávarútvegur

Skyldulesning

Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir ræðir nýju bóluefnin við Covid-19, þróun þeirra og mögulega áhættu. Einnig verður rætt um málefni barna í skólakerfinu sem ekki eiga aðgang að aðstoð sálfræðinga og sérkennara en auk þess verður rætt um sjávarútveg og fleira.

Sprengisandur er umræðuþáttur í stjórn Kristjáns Kristjánssonar. Hann hefst beint eftir fréttir á Bylgjunni klukkan 10:00. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir fjallar um nýju bóluefnin við Covid-19. Tilurð þessara efna fellur að sumra mati undir meiriháttar vísindaafrek en þau hafa verið í prófunum miklu mun skemur en önnur bóluefni og áhættan hlýtur að vera töluverð.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur lengi, löngu fyrir sína tíð sem borgarfulltrúi, alið önn fyrir börnum í skólakerfinu sem ekki eiga aðgang að aðstoð sálfræðinga og sérkennara og hún ætlar að fjalla um þetta mál og biðlistana eftir þjónustu sem hún fullyrðir að lengist bara og lengist.

Páll Magnússon alþingismaður mætir Benedikt Jóhannessyni stofnanda Viðreisnar í umræðu um sjávarútveg, Páll er einn og sjálfur með frumvarp fyrir þinginu til að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda.

Ragnar Þór Ingólfsson verkalýðsleiðtogi hefur, ásamt fleirum, lagt fram metnaðarfullar tillögur sem eiga að rétta hlut heimilanna þegar kemur að björgunaraðgerðum v. kórónuveirufaraldursins. Ragnar fullyrðir að heimilin hafi nánast ekkert fengið í sinn hlut og við því þurfi að bregðast.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir