1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Bein útsending: Drífa mætir í Sprengisand

Skyldulesning

Gestirnir í Sprengisandsþætti dagsins eru tveir að þessu sinni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er annar þeirra.

Í fyrrihluta þáttarins ræðir Kristján Kristjánsson við Drífu ástandið í verkalýðshreyfingunni.

Drífa hefur legið undir harðri gagnrýni félaga sinna og ekki hafa síðustu atburðir á skrifstofum Eflingar auðveldað henni lífið. Farið verður yfir þessa atburðarás, þessa miklu gagnrýni og þau áhrif sem hún hefur á forsetann og hennar störf.

Í seinni hluta þáttar kemur maðurinn sem situr stundum gegnt Drífu við samningaborðið en það er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Þar ætla Kristján og Halldór Benjamín að láta hugann reika saman, tala um ábyrgð fyrirtækja á góðu samfélagi, um mikilvægi jöfnuðar og vinnumarkað sem verður æ háðari erlendu vinnuafli svo fátt sé nefnt.

Hlusta má, og horfa, á þáttinn hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir