0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Bein útsending frá sex leikjum: Fellur Króatía eða Svíþjóð og kemst Helgi upp um deild?

Skyldulesning

Króatía eða Svíþjóð slæst í kvöld í för með Íslandi og kveður A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Átta leikir eru á dagskrá og eru þeir allir í beinni útsendingu á Vísi eða íþróttarásum Stöðvar 2.

Þýskaland og Spánn mætast í úrslitaleik um efsta sæti 4. riðils í A-deildinni, og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Sá leikur er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19.45. Sviss og Úkraína áttu að mætast í sama riðli en ekkert verður af því vegna sex kórónuveirusmita í leikmannahópi Úkraínu.

Jöfn og með sömu markatölu

Sex leikir eru sýndir beint á Vísi og má finna þá hér að neðan. Þar á meðal er leikur Króatíu og Portúgals en Króatar eru í hnífjafnri baráttu við Svíþjóð um að forðast fall úr A-deild. 

Frakkland, sem tekur á móti Svíþjóð á Stöð 2 Sport 4, er búið að vinna riðilinn, Portúgal endar í 2. sæti en Króatía og Svíþjóð eru með jafnmörg stig, jöfn innbyrðis úrslit og bæði með -6 í markatölu.

Á meðal annarra leikja kvöldsins má nefna að Liechtenstein, sem Helgi Kolviðsson stýrir, sækir Gíbraltar heim. Með sigri vinnur Liechtenstein sinn riðil og kemst upp í C-deild. Sömuleiðis leika Malta og Færeyjar úrslitaleik um að komast upp í C-deild, þar sem Færeyingum dugar jafntefli.

Leikir í beinni í kvöld:

A-deild:

3. riðill:

19.45 Króatía – Portúgal (Vísir)

19.45 Frakkland – Svíþjóð (Stöð 2 Sport 4)

4. riðill:

19.45 Sviss – Úkraína (AFLÝST VEGNA COVID)

19.45 Spánn – Þýskaland (Stöð 2 Sport 2)

C-deild:

1. riðill:

19.45 Lúxemborg – Aserbaídsjan (Vísir)

19.45 Svartfjallaland – Kýpur (Vísir)

D-deild:

1. riðill:

19.45 Malta – Færeyjar (Vísir)

19.45 Andorra – Lettland (Vísir)

2. riðill:

19.45 Gíbraltar – Liechtenstein (Vísir)

Innlendar Fréttir