7 C
Grindavik
1. desember, 2020

Bein útsending frá Þjóðadeildinni: Barist um sæti í úrslitum og norska neyðarlandsliðið í toppslag

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Þó að augu Íslendinga séu á leik Englands og Íslands í kvöld er fjöldi annarra leikja á dagskrá í Þjóðadeildinni og nú skilur á milli feigs og ófeigs.

Alls eru 18 leikir í beinni útsendingu í dag og í kvöld og þar af eru 16 sýndir í opinni dagskrá hér á Vísi. Hlekk á hvern leik má finna hér að neðan. Leikir Englands og Íslands, og Belgíu og Danmerkur, eru svo á íþróttarásum Stöðvar 2.

Ítalía, Holland og Pólland eiga öll möguleika á að vinna 1. riðil A-deildar og komast í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Ítalía er í bestri stöðu og dugar að vinna fallið lið Bosníu á útivelli. Annars á sigurliðið í leik Póllands og Hollands möguleika á að enda á toppnum.

Norska neyðarlandsliðið án Lagerbäcks í Austurríki

Svokallað „neyðarlandslið“ Noregs er mætt í úrslitaleik í Austurríki, þar sem liðið spilar eftir að hætt var við leik Rúmeníu og Noregs á sunnudag vegna kórónuveirusmits í norska hópnum. Lars Lagerbäck og allir leikmennirnir sem hann hafði valið fengu ekki að fara til Austurríkis vegna smitsins, en U21-landsliðsþjálfari Noregs stýrir þar nýjum leikmannahópi.

Austurríki dugar jafntefli til að vinna riðilinn en Noregur þarf á sigri að halda.

Spenna er á fleiri vígstöðvum en hægt er að finna alla leiki dagsins hér að neðan. Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjum á Vísi með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsingu til að finna beina útsendingu.

Markaþáttur Þjóðadeildarinnar er svo sýndur á Stöð 2 Sport 4 kl. 21.45 í kvöld á meðan að uppgjörsþáttur eftir leik Englands og Íslands er á Stöð 2 Sport 2.

Leikir í beinni í dag:

A-deild:

1. riðill:

19.45 Bosnía – Ítalía (Vísir)

19.45 Pólland – Holland (Vísir)

2. riðill:

19.45 England – Ísland (Stöð 2 Sport 2)

19.45 Belgía – Danmörk (Stöð 2 Sport 4)

B-deild:

1. riðill:

19.45 Austurríki – Noregur (Vísir)

19.45 Norður-Írland – Rúmenía (Vísir)

2. riðill:

19.45 Ísrael – Skotland (Vísir)

19.45 Tékkland – Slóvakía (Vísir)

3. riðill:

19.45 Serbía – Rússland (Vísir)

19.45 Ungverjaland – Tyrkland (Vísir)

4. riðill:

19.45 Wales – Finnland (Vísir)

19.45 Írland -Búlgaría (Vísir)

C-deild:

2. riðill:

17.00 Georgía – Eistland (Vísir)

17.00 Armenía – Norður-Makedónía (Vísir)

3. riðill:

19.45 Kósóvó – Moldóva (Vísir)

19.45 Grikkland – Slóvenía (Vísir)

4. riðill:

15.00 Kasakstan – Litáen (Vísir)

15.00 Albanía – Hvíta-Rússland (Vísir)

Innlendar Fréttir