6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Tuttugu og einn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær og var um helmingur í sóttkví. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun faraldursins hér á landi en hann segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir vísbendingar um smit í samfélaginu sem ekki er búið að finna. Nokkuð hafi skort á að fólk gefi smitrakningarteyminu nógu ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar.

Í fréttatímanum verður einnig sagt frá því að heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar.  Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálaráðherra en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning.

Þá verður fjallað um eftirmála forsetakosninganna í Bandaríkjunum en áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiðiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum á slaginu tólf.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir