8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Bein útsending: Hundrað ára afmæli Stúdentaráðs HÍ

Skyldulesning

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins í dag. Afmælishátíðin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan klukkan 18 fyrir gesti heima í stofu.

Afmælið markar stór tímamót í hagsmunabaráttu stúdenta, sem hefur sett svip sinn á samfélagið í heild sinni frá því að stúdentar gengu fyrst til kosninga í desember árið 1920.

Streymi frá viðburðinum má sjá að neðan.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á hátíðinni. Sömuleiðis Jón Atli Bendiktsson rektor skólans og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Þá munu Isabel Alejandro Diaz, forseti SHÍ, og Guðný Ljósbrá varaforseti flytja erindi.

Skemmtiatriði verða í höndum GDRN og Vigdísar Hafliðadóttur sem verður með uppistand.

Reiknað er með að hátíðin standi til um 19:30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir