3 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Bein út­sending: Ný­sköpunar­verð­laun Ís­lands

Skyldulesning

Viðskipti innlent

Curio hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019.
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019.

Nýsköpunarverðlaun Íslands verða veitt í Hörpu klukkan 11 og verður athöfnin í beinni útsendingu hér á Vísi.

Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð og Nýsköpunarsjóði til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna, sem voru fyrst veitt árið 1994, er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu.

Fyrirtækin skoðuð frá öllum hliðum

Nýsköpunarverðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.

Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð.

Fyrri verðlaunahafarAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir