-3 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu

Skyldulesning

Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál.

Horfa má á málþingið í beinni útsendingu hér að neðan.

Dómur í málinu var kveðinn upp á þriðjudaginn þar sem yfirdeildin staðfesti einróma dóm undirdeildar dómstólsins þess efnis að skipan fjögurra dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Á málþinginu verður fjallað um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Dagskrá hans má sjá hér að neðan.

Dagskrá:

Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor og héraðsdómari

Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni

Þórdís Ingadóttir, dósent

Fundarstjóri og þátttakandi í pallborðsumræðum:

Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og deildarforseti lagadeildar HR

Þátttakandi í pallborðsumræðum:

Dr. Haukur Logi Karlsson, nýdoktor


Tengdar fréttir


Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum.


Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði.


Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 


Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu.


Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir