-1 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Beint á mótmæli daginn eftir heimkomu

Skyldulesning

Elísabet Guðmundsdóttir mætti í stúdíó K100 fyrir nokkru síðan til …

Elísabet Guðmundsdóttir mætti í stúdíó K100 fyrir nokkru síðan til að ræða nýja tegund lýtaaðgerða. Hún hefur verið í kastljósinu undanfarið vegna skoðana sinna á sóttvarnaaðgerðum.

mbl.is/Marta María

Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir fór hvorki í sóttkví né sýnatöku þegar hún kom til landsins frá Danmörku í gær. Þvert á móti var hún mætt á mótmæli á Austurvelli í dag ef marka má myndband á facebooksíðu hennar. Í Danmörku var Elísabet að funda með skoðanasystkinum sínum um sóttvarnir og Covid-19 faraldurinn, að eigin sögn.

Elísabet hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir harðlega, bæði hér á landi og erlendis. 

Mótmælin á Austurvelli voru skipulögð af Frelsishreyfingu fólksins, hóps sem mótmælir sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19. 

Í viðburði á facebook, þar sem mótmælin voru boðuð, stendur eftirfarandi í lýsingu:

„Það er engin drepsótt, eina drepsóttin er sú illa meðferð sem við höfum orðið fyrir af hendi stjórnvalda undanfarna mánuði og við munum ekki samþykkja það lengur. “

Hér má sjá myndband af mótmælunum frá því í dag.

Á facebooksíðu sinni gefur hún kenningunni um að Bill Gates, forstjóri Microsoft, sé á bakvið Covid-19 gaum. Þá hefur hún lýst því yfir að Dr. Fauchi, sóttvarnalæknir í Bandaríkjunum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ættu fyrstir að fá bóluefnið.

Elísabet sagði í myndbandi sem hún birti í gærkvöldi að henni hafi verið hótað vegna skoðana sinna og að hún vilji fara með börnin sín úr landi. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. 

Innlendar Fréttir