9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Beint: Reykjavíkurþing Varðar

Skyldulesning

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór

Reykja­vík­urþing Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, er framhaldið í dag. Þingið byrj­aði á ávarpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, en Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík ávarp­ar svo þingið og set­ur mál­efn­a­starfið af stað.

Reykja­vík­urþingið veit­ir sjálf­stæðismönn­um í Reykja­vík tæki­færi til að koma að stefnu­mót­un Varðar í borg­ar­mál­um og eiga um leið stefnu­mót við kjörna full­trúa flokks­ins í Reykja­vík. Starfið fer að mestu fram í mál­efna­nefnd­um en auk Bjarna munu þau Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Eyþór Arn­alds odd­viti borg­ar­stjórn­ar­hóps Sjálf­stæðis­flokks­ins, flytja ávörp fyr­ir þing­full­trúa.

Um er að ræða stefnu­mót­andi mál­efnaþing þar sem mótuð verður framtíðar­sýn í fimm mis­mun­andi mála­flokk­um sem end­ur­spegla svið Reykja­vík­ur­borg­ar, þ.e. menn­ing­ar-, íþrótta- og tóm­stunda­nefnd,  skóla- og frí­stunda­nefnd, um­hverf­is-, skipu­lags- og sam­göngu­nefnd, vel­ferðar­-, heil­brigðis-, mann­rétt­inda- og lýðræðis­nefnd og fjár­mála- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir