8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Beitir aflamesta skipið á loðnuvertíðinni

Skyldulesning

Beitir NK 123 var aflamesta skipið á liðinni loðnuvertið.

mbl.is/Þorgeir

Á liðinni vertíð var landað 20.288 tonnum til vinnslu í Neskaupstað. Þar af lönduðu norsk skip 3.165 tonnum og grænlenska skipið Polar Amaroq 1.169 tonnum. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Þar segir að „nýliðin loðnuvertíð hafi gengið eins og í sögu“. Bent er á að samanlagður afli íslensku loðnuskipanna hafi verið 70.726 tonn og að þessi 18 sem lönduðu loðnu hafi öll náð sínum kvóta. Þá fór „nánast allur aflinn fór til manneldisvinnslu, loðnan var heilfryst og undir lok vertíðar var öll áhersla lögð á hrognaframleiðslu“.

Beitir NK, sem Síldarvinnslan gerir út, kom með mesta loðnuafla til hafnar meðal íslenskra skipa og nam heildarafli skipsins 7.330 tonnum. Börkur NK, sem var í samvinnu við Beiti um veiðarnar, fékk 6.465 tonn af loðnu á vertíðinni. Bjarni Ólafsson AK, skip Runólfs Hallfreðssonar ehf. sem er dótturfélag Síldarvinnslunnar, landaði 2.099 tonnum.

Börkur NK á Skjálfanda í febrúar.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Innlendar Fréttir