Viðskipti | mbl | 8.4.2022 | 20:45
Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild hjá Póstinum, og hefur þegar hafið störf.
Í tilkynningu frá Póstinum segir að hann muni hafa yfirumsjón með hugbúnaðarteyminu og halda utan um og leiða verkefni sem tengjast ytri kerfum.
Þar kemur einnig fram að Benedikt hafi víðtæka þekkingu og reynslu af störfum innan hugbúnaðargeirans. Hann kemur til Póstsins frá fyrirtækinu Exmon Software þar sem hann starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur.
haft er eftir Benedikt í tilkynningu að ótal krefjandi og skemmtileg verkefni liggi fyrir hjá Póstinum sem hann hlakkar til að taka þátt í.