4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Bent setur spurningar­merki við vinnu­fram­lag Auba­mey­ang

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Darren Bent, fyrrum framherji í enska boltanum og nú spekingur, segir að Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, sé ekki að leggja sig eins mikið fram og áður, eftir að hann fékk nýjan samning.

Framherjinn skrifaði undir nýjan samning þann 15. september og hann hefur einungis skorað fjögur mörk í tólf leikjum í ár. Arsenal er í miklum vandræðum og margir sett spurningarmerki við Aubameyang.

„Þeir eru ekki að ná því besta úr Aybameyang. Hann er ekki að spila vel. Ég veit að við tölum um að þeir eru ekki að skapa færin fyrir hann en hann þarf að vinna meira fyrir þessu sjálfur,“ sagði Bent í samtali við talkSPORT.

„Þú getur augljóslega ekki bara kennt öllum öðrum um. Hann var frábær þangað til hann skrifaði undir nýjan samning. Við þurfum einhvern til þess að skapa, ég skil það, en hann þarf einnig að gera meira sjálfur.“

„Fyrir undirskriftina var hann að hlaupa út um allt, hlaupa til baka og tæklandi. Hann var að gera ansi mikið og fólk hélt að það myndi halda áfram en eftir að hann skrifaði undir samninginn þá hefur það horfið.“

„Ég veit að framherjar fara í gegnum erfiða tíma þegar þú ert ekki að skora mörk og sjálfstraustið er lágt en þú getur enn lagt þig fram og það er skiljanlegt að fólk spyrji sig spurninga,“ bætti Bent við.

Arsenal ace Aubameyang has stopped ‘running, tracking back and tackling’ since signing £250k-a-week contract, blasts Darren Bent https://t.co/uojddDWH8j

— MailOnline Sport (@MailSport) December 1, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir