2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Benzema skoraði í mögnuðum endurkomusigri Real Madrid

Skyldulesning

Real Madrid heimsótti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Heimamenn í Sevilla leiddu 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Ivan Rakitic og Erik Lamela. Rodrygo kom inn á fyrir Madrídinga í hálfleiknum og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann minkaði muninn í 2-1 á 50. mínútu.

Vinicius Jr. hélt hann hefði jafnað fyrir gestina á 74. mínútu en markið var dæmt af vegna hendi. Það kom þó ekki að sök þar sem Nacho skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og staðan 2-2 þegar sjö mínútur voru eftir.

Frakkinn Karim Benzema skoraði 39. mark sitt á tímabilinu og sigurmark Real Madrid í uppbótartíma og 3-2 endurkomusigur gestanna fullkomnaður.

Real Madrid situr á toppi deildarinnar með 75 stig, 15 stigum á undan Barcelona, Sevilla og Atletico Madrid sem eru öll með 60 stig. Börsungar eiga þó tvo leiki til góða á liðin í kringum sig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir