8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Berg­lind Björg og Anna Björk með kórónu­veiruna

Skyldulesning

Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre, eru ekki með liðinu í dag sökum þess að þær greindust nýverið með kórónuveiruna.

Þegar í ljós kom að hvorug landsliðskonan var í liði Le Havre í dag var ljóst að eitthvað skrítið var í gangi. Vísir spurðist fyrir og fékk það staðfest að íslensku landsliðskonurnar væru báðar með Covid-19 og þar af leiðandi ekki með liðinu í dag.

Berglind Björg skaut Íslandi á EM í Englandi sumarið 2022 nýverið með frábæru marki í 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra. 

Íslensku landsliðskonurnar hafa spilað stórt hlutverk hjá liðinu þó ekki hafi gengið sem skildi til þessa. Anna Björk hefur til að mynda borið fyrirliðaband liðsins undanfarið.

Some players need time to get into a new team, that is normal. Then it s Anna Björk Kristjansdottir who play with the captens armband against Lyon only a couple of months after her arrival to Le Havre. Icelandic players mentality pic.twitter.com/ZRMD6DkqvL

— Lisa Ek (@eken5) December 9, 2020

Le Havre er sem stendur að tapa 5-0 fyrir toppliði Paris Saint-Germain, Liðið er á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig að loknum 11 umferðum.

Innlendar Fréttir