6.2 C
Grindavik
23. júní, 2021

Bergur Þorri sækist eftir 4. sæti

Skyldulesning

Bergur Þorri Benjamínsson hefur ákveðið að sækjast eftir 4. sæti …

Bergur Þorri Benjamínsson hefur ákveðið að sækjast eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi.

Ljósmynd/Aðsend

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og sækist eftir 4. sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

„Eftir mikla yfirlegu hef ég ákveðið að sækjast eftir 4. sæti  í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Bergur Þorri í tilkynningu.

„Aðgengilegt samfélag fyrir alla án þröskulda er betra samfélag þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín. Forsendur fyrir slíku samfélagi eru öflugt atvinnulíf sem vill taka við öllum vinnandi höndum,“ segir hann.

Í gær tilkynnti Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að hún sæktist eftir 2. sæti lista flokksins í kjördæminu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir