5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Berjast enn við eld í þaki

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 25.1.2021
| 9:00

Auglýsingin endar eftir sekúndur.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir enn útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli stóð í ljósum logum á sjöunda tímanum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enn unnið að því að slökkva eld í þakinu og gert er ráð fyrir því að unnið verði á vettvangi eitthvað fram eftir morgni. 

Einn var í húsinu og tókst honum að komast út úr því.

Eldsupptök eru óljós en lögregla beinir því til íbúa í nágrenni Kaldasels að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyks sem leggur frá húsinu. 

Innlendar Fréttir