4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Berjast um Beyoncé-titilinn og Jóhanna Guðrún stígur á svið

Skyldulesning

Það verður mikið um að vera í bingóþætti kvöldsins í kvöld en um er að ræða sérstakan jólaþátt, stútfullan af frábærum vinningum. Þátttakendur geta meðal annars nælt sér í skartgripi, þyrluflug, rafmagnstæki, fatnað og matvörur.

Þá mun engin önnur en stórstjarna okkar Íslendinga, söngkonan Jóhanna Guðrún stíga á svið sem sérstakur gestur Sigga.

„Þátturinn í kvöld verður í hátíðarbúningi enda slétt vika til jóla. Söngdívan Jóhanna Guðrún heiðrar okkur með nærveru sinni og kemur öllum í jólaskap með ljúfum jólalögum af nýrri jólaplötu sem kom út á dögunum og svo verður D.J. Stekkjastaur í settinu allt kvöldið og mun hann sjá til þess að allir verði í dillandi stuði,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri.

Jóhanna Guðrún glæsileg að vanda.

Jóhanna Guðrún glæsileg að vanda.

Þess ber svo að geta að í þar síðasta bingóþætti mbl.is tók bingóstjórinn Siggi Gunnars því augljóslega persónulega þegar Eva Ruza var að líkja sjálfri sér við söngkonuna Beyoncé. 

„Það er ég sem er eins og Beyoncé, það er svoleiðis. Ég skora hér með á þig í beinni útsendingu í Beyoncé-danskeppni, dance off. Það er bara svoleiðis. Þetta er áskorun í beinni útsendingu á þig,“ sagði Siggi á meðan hann dansaði hinn fræga „Single ladies“-dans Beyoncé.

Hvort er betri Beyoncé?

Siggi mun ekki þurfa að bíða lengi eftir áskorun sinni enda verður hún tekin með pomp og prakt í bingóþætti kvöldsins í kvöld inni á mbl.is en að sjálfsögðu skoraðist Eva ekki undan áskoruninni og greindi hún frá því í beinni útsendingu í síðasta þætti að hún myndi sko klárlega taka þátt. 

Ljósmynd: Samsett

„Svo er komið að stóru stundinni en fyrir tveimur vikum síðan tókst mér einhvernvegin að skora Evu Ruzu á hólm í keppni í Beyonce-dönsum. Við munum sem sagt há danseinvígi í beinni útsendingu í anda Beyonce og áhorfendur geta kosið hvor stóð sig betur í SMS kosningu. Hvert SMS mun kosta 500 krónur og munu allur ágóði af kosningunni renna beint til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem vonandi mun koma sér vel núna fyrir jólin. Við hvetjum því alla til að kjósa grimmt annað kvöld og um leið láta gott af sér leiða,“

Til þess að taka þátt í kosningunni á að senda sms í númerið 1900, og skrifa annað hvort Siggi eða Eva í SMSið eftir því hvern þú ætlar að kjósa. 

Í kvöld munu þau Eva Ruza og Siggi Gunnars því taka þetta alla leið og keppa um það hvort þeirra sé betri Beyoncé. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:00 og að sjáflsögðu að taka þátt í bingó í beinni.

Áskorun Sigga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og hvetjum við ykkur til þess að fylgjast með í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:00.

Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að smella hér. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is.

Innlendar Fréttir