Besta deild karla: Blikar unnu stórleikinn – Forysta Víkings sex stig eftir kvöldið – DV

0
40

Það var stórleikur á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld þegar Breiðablik tók á móti Val.

Það var ekkert skorað í fyrri hálfleik en ísinn var brotinn snemma í þeim seinni.

Þar var að verki Stefán Ingi Sigurðarson fyrir Blika eftir undirbúning Jasons Daða Svanþórssonar.

Gestunum tókst ekki að finna jöfnunarmark í dag og bættu Blikar ekki heldur við. Lokatölur fremur sanngjarn 1-0 sigur heimamanna.

Breiðablik var að vinna sinn sjötta sigur í röð í Bestu deildinni og eru komnir með 21 stig. Eiga þeir sætaskipti við Val, sem er með 19 stig, og fara upp í annað sætið.

Blikar eru 6 stigum á eftir toppliði Víkings.