Besta deild karla: Frábær byrjun HK heldur áfram en KR er í vandræðum – DV

0
103

KR tók á móti HK í Bestu deild karla í kvöld.

Það var að vísu ekki leikið að Meistaravöllum í Vesturbæ – hann er ekki tilbúinn – heldur á Vivaldivellinum, heimavelli Gróttu.

HK fékk draumabyrjun því strax á 8. mínútu skoraði Arnþór Ari Atlason.

Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks.

Vont varð verra fyrir KR í byrjun seinni hálfleiks. Þá fékk Jakob Franz Pálsson rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður.

Manni færri tókst KR-ingum ekki að jafna og lokatölur 0-1 fyrir HK.

Eftir frábæra byrjun er HK í öðru sæti með 10 stig. KR er í því tíunda með 4 stig.