Besta deild kvenna: Ásdís Karen allt í öllu í leik Vals – Gunnhildur Yrsa hetjan í Garðabæ – DV

0
85

Íslandsmeistarar Vals unnu sannfærandi sigur á FH í Bestu deild kvenna í kvöld þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir reyndist hetjan.

Ásdís Karen skoraði bæði mörk Vals í leiknum en Valur hefur fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Eftir nokkuð óvænt tap í fyrstu umferð kom Stjarnan til baka í annari umferð og vann 1-0 sigur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins en landsliðskonan snéri heim fyrir tímabilið og byrjar af krafti.

Stjarnan 1 – 0 ÍBV
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Valur 2 – 0 FH
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir
2-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir