Besta deild kvenna: Þróttur sigraði nýliðana í fyrsta leik – DV

0
136

Þróttur R. byrjar tímabilið í Bestu deild kvenna ansi vel. Liðið tók á móti nýliðum FH í kvöld í fyrstu umferð.

Heimakonur leiddu 2-0 í hálfleik. Katla Tryggvadóttir skoraði bæði mörkin af vítapunktinum.

Þriðja mark leiksins kom líka úr víti en í þetta skiptið skoraði FH. Þar var að verki Shaina Faiena Ashouri eftir um klukkutíma leik. Allt opið á ný.

Freyja Katrín Þorvarðardóttir kom Þrótti hins vegar aftur í góða stöðu þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks.

Hún innsiglaði svo 4-1 sigur með öðru marki sínu í uppbótartíma.

Sterk byrjun Þróttara en FH þarf að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum.