Besta deild kvenna: Valur missteig sig á heimavelli – Jafnt í Laugardalnum – DV

0
125

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.

Valur tók á móti Selfossi og tókst ekki að landa sigri.

Markalaust var í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni kom Bryndís Arna Níelsdóttir heimakonum yfir.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði fyrir Selfoss eftir um klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 á Hlíðarenda.

Valur 1-1 Selfoss
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
1-1 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Þróttur R. tók þá á móti Stjörnunni í áhugaverðum slag.

Stjarnan leiddi í hálfleik með einu marki gegn engu. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði markið á 40. mínútu.

Sæunn Björnsdóttir jafnaði hins vegar fyrir Þrótt eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik.

Meira var ekki skorað. Lokatölur 1-1.

Þróttur R. 1-1 Stjarnan
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir
1-1 Sæunn Björnsdóttir