Besta deildin: Blikar með góðan sigur á Val – Jafnt í Kórnum – DV

0
137

Breiðablik vann stórleikinn í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Val í annarri umferð.

Valur byrjaði tímabilið á sigri gegn ÍBV í fyrstu umferð en Blikar töpuðu mjög óvænt gegn HK á heimavelli, 3-4.

Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson skoruðu mörk Blika í kvöld sem höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Á sama tíma áttust við lið HK og Fram en HK byrjaði tímabilið eins og áður sagði á frábærum sigri á meisturunum.

Jafntefli var niðurstaðan í kvöld en Guðmundur Magnússon kom Fram yfir áður en Örvar Eggertsson tryggði HK stig með marki stuttu seinna.

Valur 0 – 2 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson(‘7)
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson(’92)

HK 1 – 1 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon(’54)
1-1 Örvar Eggertsson(’56)