Besta deildin: Gríðarleg dramatík er Valur vann Stjörnuna – DV

0
158

Valur 3 – 2 Stjarnan
1-0 Andri Rúnar Bjarnason(‘6)
2-0 Adam Ægir Pálsson(’35)
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson(’80)
2-2 Ísak Andri Sigurgeirsson(’88)
3-2 Birkir Heimisson(’96)

Það var engin smá dramatík í kvöld er Valur og Stjarnan áttust við í Bestu deild karla í lokaleik dagsins.

Valur hafði beturm eð þremur mörkum gegn tveimur en sigurmark liðsins var skorað í blálokin.

Stjarnan jafnaði metin á 88. mínútu í 2-2 en Birkir Heimisson skoraði svo sigurmarkið á 96. mínútu.

Ísak Andri Sigurgeirsson er einn efnilegasti leikmaður landsins og skoraði hann tvö mörk í tapi Stjörnumanna.

Gríðarleg skemmtun á Hlíðarenda en Valsmenn fagna sigri í dramatískum leik.