1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Besta deildin með haug af liðum sem vilja verða best – Pressa á einu dýrasta liði sögunnar

Skyldulesning

Rætt var um komandi Bestu deild í fótbolta sem hefst handan við hornið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld klukkan 21. Baldur Sigurðsson, sérfræðingur um deildina og tvöfaldur Íslandsmeistari, segist vera mjög spenntur fyrir komandi tímabili og talaði um að liðin séu búin að setja standardinn hátt. „Það er mikið talað um hvernig Víkingar og Blikar spiluðu síðasta sumar og það er eins og mörg lið vilji elta þau. Stjörnumenn eru búnir að gjörbylta sínum leikstíl og komnir með Jökul og Gústa og þeir eru að fara með Stjörnuna inn í sömu fræði. Það á að spila út frá markmanni og spila hápressu.

Ef liðin gugna ekki eins og gerist oft þegar tímabilið byrjar og pressan kemur og fara þá að negla fram, ef liðin halda sig við það sem er verið að leggja upp með í vetur þá held ég að við eigum von á að sjá frábæra leiki,“ benti Baldur á.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat í settinu með Baldri og segir að munurinn fyrir þetta tímabil og önnur er að fimm lið geta orðið Íslandsmeistarar og lyft skildinum góða í fyrsta sinn. „Víkingur, sem ég hélt að myndi hrynja, en miðað við síðasta mánuð eru þeir besta liðið á landinu í dag. FH hafa verið frábærir í vetur og Óli Jóh er að skríða upp radarinn með frábært byrjunarlið. Breiðablik hafa verið góðir og svo ertu með Val sem er með dýrasta lið í sögunni. Krafan er á alla titla þar á bæ. Stjarnan er aðeins frá þessu, þurfa kannski eitt ár í viðbót með þessa ungu menn til að geta berjast um titilinn, þannig þetta verður geggjað mót.“

Nánari umræðu um Bestu deildina má sjá hér fyrir neðan. Meðal annars um pressuna á Hlíðarenda sem skarta nú meðal annars þeim Hólmari Eyjólfssyni og Aroni Jóhannssyni.

video

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir