Besta deildin: Víkingar sannfærandi gegn Fylki – DV

0
146

Víkingur R. 2 – 0 Fylkir
1-0 Birnir Snær Ingason(’10)
2-0 Oliver Ekroth(’15)

Víkingur Reykjavík vann sterkan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Fylki á heimavelli sínum í annarri umferð.

Víkingar voru að næla í sinn annan sigur á tímabilinu en Fylkir er án stiga á sama tíma.

Bæði mörk heimaliðsins voru skoruð í fyrri hálfleik en Birnir Snær Ingason gerði það fyrra og bætti Oliver Ekroth við öðru stuttu seinna.

Víkingar áttu sigurinn fyllilega skilið og setja sitt mark á mótið með tveimur sigrum í fyrstu tveimur umferðunum.

Tveir leikir eru svo á dagskrá í Bestu deildinni í kvöld en þeir hefjast klukkan 19:15.