Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið um framboð sitt til endurkjörs þrátt fyrir að 70 prósent Bandaríkjamanna vilji ekki að hann bjóði sig fram. Prófessor í sagnfræði telur að sterkasta vopn Biden verði að benda á að hann sé allavegana ekki jafn slæmur og Trump.
Mynd: Gage Skidmore
Joe Biden Bandaríkjaforseti er eldri en íslenska lýðveldið. Hann býður sig nú fram til endurkjörs í forsetakosningunum árið 2024. Nái Biden endurkjöri verður hann 86 ára gamall þegar síðara kjörtímabili hans lýkur. Hann er þegar elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Prófessor í sagnfræði segir Biden og Trump báða nota þjóðernisstefnu í kosningaherferðum sínum en þó á ólíkan hátt.
70 prósent vilja ekki Biden Yfirskrift kosningarherferðar Biden er: Klárum verkið. Í myndskeiði þar sem hann tilkynnir framboðið er Kamala Harris varaforseti áberandi. Skilaboðin til kjósenda eru skýr, nái Biden ekki að klára verkið er Harris tilbúin að grípa boltann en vinsældir hennar hafa dalað töluvert á kjörtímabilinu.
Þau málefni sem eru Biden kær hafa verið mikið í deiglunni undanfarið, þar á meðal skertur réttur kvenna til þungunarrofs. Í myndskeiðinu minnir Biden fólk á þá miklu ólgu sem var í bandarísku samfélagi þegar hann tók við embætti og biður um meiri tíma til að endurbyggja það sem Trump eyðilagði.
Ekki eru allir Bandaríkjamenn tilbúnir að gefa Biden þennan tíma. Nýlega birti NBC-fréttaveitan könnun sem sýndi að 70 prósent Bandaríkjamanna, þar af helmingur demókratar, vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram. Aldur hans var algengasta ástæðan fyrir því.
Pólitískir andstæðingar Biden hafa einnig gagnrýnt forsetann. Á síðasta ári skrifuðu 54 áhyggjufullir repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings bréf stílað á Hvíta húsið og lýstu yfir áhyggjum af háum aldri Biden og mögulegum elliglöpum.
„Hún hefur aðdráttarafl sem hann hefur ekki“ Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í samtali við Heimildina segir Guðmundur að aldur Biden muni óhjákvæmilega hafa einhver áhrif á framboðið en að Biden virðist heilsuhraustur sem stendur. „Því eldri sem þú verður því erfiðara er að spá fyrir um hvað gerist. Eins og er þá held ég að hann komi nú ekki til með að eiga neitt sérstaklega erfitt með þetta.“
Guðmundur bendir á að kosningabarátta Biden snúi að mestu leyti um að sinna hlutverki sínu sem forseti. Prófessorinn telur Harris forsetanum mikilvæga. „Það er augljóst að hún hefur svona ákveðið aðdráttarafl sem að hann hefur ekki.“
Guðmundur HálfdánarsonPrófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Mynd: Kristinn Ingvarsson
Aðrir frambjóðendur Fleiri, og yngri, frambjóðendur eru bæði demókrata- og repúblikana megin. Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta steðjar líklega mest ógn af Ron DeSantis 44 ára ríkisstjóra Flórída og stjórnmálakonunni Nikki Haley, 51 árs. Mótframbjóðendur Biden úr Demókrataflokknum eru bæði um sjötugt en það eru andlegi leiðtoginn Marianne Williamson og Robert F. Kennedy hinn yngri. Í könnun NBC-fréttaveitunnar sögðu 88 prósent demókrata að þau myndu kjósa Biden aftur ef hann léti verða af því að fara í framboð. Staða hans innan flokksins er því nokkuð sterk.
Trump tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári og hefur hans helsta gagnrýni gegn Biden verið veik staða Bandaríkjanna efnahagslega. Trump segir það Biden að kenna að há verðbólga sé í Bandaríkjunum og að ríki heims nálgist óðfluga þriðju heimsstyrjöldina. Það gæti verið kostur fyrir Biden að fá Trump á móti sér, bæði vegna þess að Biden hefur sigrað hann áður og svo er Trump sjálfur orðinn 74 ára gamall.
„Einhver á miðjunni á engan séns“ Spurður út í stöðu Biden ef hann mætir öðrum frambjóðanda en Trump í kosningunum segir Guðmundur: „Það væri alveg öruggt að Biden myndi eiga í miklu meiri erfiðleikum ef að einhver sem væri nær miðjunni myndi bjóða sig fram í Repúblikanaflokknum. En staðreyndin er bara sú að einhver á miðjunni á engan séns á að verða frambjóðandi repúblikana.“ Að mati Guðmundar sitja repúblikanar uppi með Trump fyrst að þeir losuðu sig ekki við hann fyrir sex árum.
„En það sem er verra fyrir repúblikana er það að Trump skapar líka æsing hjá þeim sem eru á móti honum. Þeir fara líka á kjörstað, ekki endilega til að kjósa Joe Biden heldur til að kjósa gegn Trump. Og það er líka vandamál fyrir repúblikana.“
Þjóðernisstefna er pólitísk Guðmundur hefur rannsakað þjóðernisstefnu í sínum fræðistörfum. Hann segir hana vera eina af meginstoðum sjálfsmyndar fólks enda séu flestir mótaðir af því að tilheyra ákveðinni þjóð sem gefur þeim ákveðin réttindi og skyldur. „Það verður svona rammi fyrir þig til þess að þér finnist þú tilheyra ákveðnum hópi sem þú ert tilbúin að fórna einhverju fyrir, borga skatta og annað slíkt, og það held ég að sé nauðsynlegt fyrir öll samfélög að hafa einhverja slíka samkennd.“
„Það sem ég held að sé kannski mikilvægast í sambandi við þjóðernisstefnuna er að átta sig á að þetta er pólitísk stefna, þetta er ekki náttúrulegt fyrirbæri. Þú fæðist ekki með þjóðerni í hausnum. Þetta er eitthvað sem þú ert alin upp í að verða í gegnum þína skólagöngu, gegnum tengingar við allskonar hátíðahöld, menningarleg fyrirbæri og pólitísk fyrirbæri. En ein þjóð er ekkert annarri merkilegri, þær eru bara mismunandi, ólíkar.“
Biden og TrumpMikill hiti var í síðustu kosningabaráttu sem fór fram árið 2020.
Mynd: SAUL LOEB / AFP
Báðir þjóðernissinnar
Aðspurður hvernig Biden og Trump nota þjóðernisstefnu á ólíkan hátt í auglýsingaherferðum sínum segir Guðmundur: „Við getum kallað þá báða þjóðernissinna en þeir eru það á mjög ólíkan hátt.“
Guðmundur segir Trump vera fulltrúa einangrunarstefnu á meðan að Biden er opnari. „Biden er miklu opnari og fulltrúi þá fyrir annan streng í bandarískum stjórnmálum sem hefur verið sérstaklega áberandi síðan eftir síðari heimsstyrjöld. Það snýr að því að það sé eiginlega hlutverk Bandaríkjanna að styðja við og styrkja lýðræðisþróun í heiminum og þessa tegund samfélags er í þessum heimshluta.“
Guðmundur svarar því hvort að Biden sé veikari heima fyrri vegna sterkrar stöðu hans í utanríkismálum neitandi. Guðmundur segir hlutina stefna í að kosningin verði endurtekning af þeim sem voru árið 2020. „Ég held að vinsældir Trump meðal almennra Bandaríkjamanna hafi minnkað enn frekar á síðustu mánuðum. Þannig að ég held að það verði sterkasta vopn Biden að það er að benda á hinn gæjann, ég er þó skárri en hann.“
Biden fæðist Biden fæddist í borginni Scranton í Pensylvaníu fylki þann 20. nóvember 1942. Borgina þekkja margir úr gamanþáttunum Office. Franklin D. Roosevelt var forseti Bandaríkjanna sem höfðu gengið til liðs við Bandamenn í seinni heimstyrjöldinni.
Biden 10 ára Á fyrstu 10 árum Biden verður Ísland lýðveldi og gengur í NATO. Bandamenn vinna seinni heimsstyrjöldina, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur til starfa og Dwight Eisenhower er kosinn forseti Bandaríkjanna.
Biden 20 ára Á öðrum áratug Biden er Elísabet fyrrum Bretlandsdrottning krýnd, Íslendingar hefja fyrsta þorskastríð, Mannréttindadómstóll Evrópu er stofnaður og Marilyn Monroe deyr.
Biden 30 ára Á þriðja áratug Biden voru John F. Kennedy og Martin Luther King skotnir til bana. Richard Nixon tekur við forsetaembættinu og Víetnam stríðinu lýkur.
Biden 40 ára Á fjórða áratug Biden verða Jimmy Carter og Ronald Reagan forsetar Bandaríkjanna. Þorskastríðinu lýkur á Íslandi, Vigdís Finnbogadóttir tekur við embætti forseta og John Lennon er skotinn til bana.
Biden 50 ára Á fimmta áratugi Biden falla Berlínarmúrinn í Þýskalandi og Járntjaldið í Sovétríkjunum. George Bush verður forseti Bandaríkjanna og Nelson Mandela verður frjáls.
Biden 60 ára Á sjötta áratugi Biden verða Bill Clinton og Goerge W. Bush forsetar Bandaríkjanna. Framin er hryðjuverkaárás á Tvíburaturnana og Díana prinsessa lætur lífið.
Biden 70 ára Á sjöunda áratugi Biden lýkur Íraksstríðinu, hann verður varaforseti Bandaríkjanna og Obama hlýtur forsetaembættið. Arabíska vorið á sér stað í Egyptalandi og Ísland vinnur Icesave málið.
Biden 80 ára Á áttunda áratugi sínum verður Biden 46. forseti Bandaríkjanna eftir sigur á Donald Trump. Skrifað er undir Parísarsamkomulagið, ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum og COVID-19 reið yfir heiminn.
Er sagan söluvara? Trump vísar mikið í sögu Bandaríkjanna í ræðum sínum og segir gjarnan að eitthvað sé stærsti viðburður í áratugi eða árhundruð. Aðspurður hvort að hægt sé að nýta söguna sem söluvöru með því að bjóða kjósendum síðu í sögubókunum í skiptum fyrir atkvæði segir Guðmundur að svo sé. Hann segir Trump hins vegar búa til sína eigin sögu. „Það er hægt að nota það sem þú segir að sé sagan sem söluvöru.“
„Þarna er Trump að vísa til sögunnar eins og hann segir að hún sé og einhvern veginn að skapa hugmyndir hjá fólki um að það sé hægt að endurreisa sjötta áratuginn sem var mjög íhaldssamur bæði í siðferðismálum og gagnvart stöðu kynþáttanna. Það var líka áratugur mikillar efnahagslegrar velmegunar, fólk gat flúið borgirnar og búið í stærri húsum. Þessi áratugur kemur ekkert aftur.“
Guðmundur bætir við: „Það voru ákveðnar sögulegar aðstæður sem sköpuðu þennan áratug. Þær sögulegu ástæður eru búnar og eru ekki lengur þarna. En honum hefur greinilega tekist að selja þetta mjög mörgum. En hins vegar auðvitað ekki meirihlutanum.“
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Mest lesið
1
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
2
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
3
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
4
Hrafnhildur SigmarsdóttirÞrútinn hrútur og kolklikkaðar kuntur
Á meðan æsifréttamennska og feðraveldið vill persónugera eina manneskju sem rödd baráttunnar til að auðveldara sé að skrásetja fall hennar þá neyðast kolklikkaðar kuntur af öllum kynjum til að halda áfram að tuða um tölfræði og skrifa og tala um kynbundið ofbeldi.
5
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
„Ég er föst á heimilinu“
Kona sem beitt er fjárhagslegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af eiginmanni sínum er föst með honum á sameiginlegu heimili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjárhagslegum stuðningi til að flýja út af heimilinu. Maðurinn neitar að skrifa undir skilnaðarpappíra og neitar að selja íbúðina. Hann skammar hana ef hún kaupir sér peysu án þess að fá leyfi.
6
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
Félaganet Róberts Wessman hefur innleyst hagnað af sölu lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýri á sama tíma og hlutabréfaverð Alvotech hefur hrunið. Árni Harðarson segir að sala félags Róberts á skuldabréfum sem það fékk sem greiðslu fyrir verksmiðjuna sé tilviljun og tengist ekkert synjun Bandaríska lyfjaeftirlitsins á markaðsleyfi til Alvotech.
7
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
Slökkviliðinu var tilkynnt um eldhættu í kolakjallaranum úr Kveik fyrir einu ári. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir að út frá tilkynningunni hafi slökkviliðið ekki áttað sig á því að um væri að ræða atvinnuhúsnæði. Leigusalinn er hættur að leigja íbúðina því hann vill ekki brjóta lög. Fjölskylda frá Venesúela sem bjó í íbúðinni er komin með nýja íbúð í Breiðholtinu.
Mest lesið
1
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
2
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
3
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
4
Hrafnhildur SigmarsdóttirÞrútinn hrútur og kolklikkaðar kuntur
Á meðan æsifréttamennska og feðraveldið vill persónugera eina manneskju sem rödd baráttunnar til að auðveldara sé að skrásetja fall hennar þá neyðast kolklikkaðar kuntur af öllum kynjum til að halda áfram að tuða um tölfræði og skrifa og tala um kynbundið ofbeldi.
5
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
„Ég er föst á heimilinu“
Kona sem beitt er fjárhagslegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af eiginmanni sínum er föst með honum á sameiginlegu heimili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjárhagslegum stuðningi til að flýja út af heimilinu. Maðurinn neitar að skrifa undir skilnaðarpappíra og neitar að selja íbúðina. Hann skammar hana ef hún kaupir sér peysu án þess að fá leyfi.
6
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
Félaganet Róberts Wessman hefur innleyst hagnað af sölu lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýri á sama tíma og hlutabréfaverð Alvotech hefur hrunið. Árni Harðarson segir að sala félags Róberts á skuldabréfum sem það fékk sem greiðslu fyrir verksmiðjuna sé tilviljun og tengist ekkert synjun Bandaríska lyfjaeftirlitsins á markaðsleyfi til Alvotech.
7
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
Slökkviliðinu var tilkynnt um eldhættu í kolakjallaranum úr Kveik fyrir einu ári. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir að út frá tilkynningunni hafi slökkviliðið ekki áttað sig á því að um væri að ræða atvinnuhúsnæði. Leigusalinn er hættur að leigja íbúðina því hann vill ekki brjóta lög. Fjölskylda frá Venesúela sem bjó í íbúðinni er komin með nýja íbúð í Breiðholtinu.
8
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Ungur að árum var Stefán Vagn Stefánsson byrjaður að fylgja föður sínum, Stefáni Guðmundssyni, á pólitíska fundi. Þegar Stefán Vagn hóf svo stjórnmálaþátttöku hvatti faðir hans hann áfram.
9
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg
Katrín Jakobsdóttir er tengd ættarböndum fjölda stjórnmálamanna. Bæði afi hennar og langafi sátu á þingi og sömuleiðis bæði afasystir hennar og afabróðir. Þó hafði fólk í hennar nærumhverfi, meðal annars bræður hennar, líklega mest áhrif á að hún hóf þátttöku í stjórnmálum.
10
Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, hefur áhyggjur af því að tími sjókvía á Íslandi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þróar fyrirtækið aflandslausnir í laxeldi sem flytja eiga iðnaðinn út á rúmsjó.
Mest lesið í vikunni
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
3
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
4
Sif SigmarsdóttirEiður Smári 1 – Rektor Háskóla Íslands 0
Það er ekki aðeins enska úrvalsdeildin sem bregst nú við vakningu um skaðsemi fjárhættuspila.
5
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
6
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
7
Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Starfslokasamningar hafa verið gerðir við tvo starfsmenn Menntasjóðs námsmanna eftir að sálfræðifyrirtæki skrifuðu skýrslur um einelti í garð þeirra. Í báðum tilfellum sögðust starfsmennirnir hafa orðið fyrir einelti framkvæmdastjórans Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur. Öðru málinu er ólokið en hið seinna er á borði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
8
207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiðir einkareknu fyrirtæki 207 milljónir á þessu ári vegna öryggisvistunar eins manns. Forstöðumaður á heimili mannsins Guðmundur Sævar Sævarsson, sem fór í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum eftir að Geðhjálp birti svarta skýrslu um starfsemina.
9
Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?
Elon Musk ræddi við fréttamann BBC í tæpa klukkustund nú á dögunum. Viðtalið hefur farið eins og eldsveipur um netheima. Heimildin tók saman megin atriði viðtalsins.
10
Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi
Til að komast gangandi meðfram austurhluta suðurstrandar Seltjarnarness þyrfti að klöngrast um stórgrýttan sjóvarnargarð. Einkalóðir ná að görðunum og eigendur fasteignanna hafa mótmælt hástöfum, með einstakt samkomulag við bæinn að vopni, lagningu strandstígs milli húsa og fjörunnar en slíkir stígar hafa verið lagðir víða á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Lög kveða á um óheft aðgengi almennings að sjávarbökkum.
Nýtt efni
Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með
Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, mun í lok sumars flytjast til Úganda til starfa í sendiráði Íslands í Kampala. Hann væntir þess að flutningarnir, sem hugsaðir eru til nokkurra ára, verði talsverð viðbrigði fyrir fjölskylduna og sér í lagi börnin tvö, en vonandi góð reynsla sem þau búi að ævilangt.
Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, hefur áhyggjur af því að tími sjókvía á Íslandi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þróar fyrirtækið aflandslausnir í laxeldi sem flytja eiga iðnaðinn út á rúmsjó.
Gróska í íslenskri leiklist
Leikhúsfræðingurinn Jakob. S. Jónsson brá sér í Tjarnarbíó og skrifar um grósku í íslenskri leikist.
Afplánun Holmes frestað – um sinn
Elizabeth Holmes, sem ætlaði að bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni en var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta, átti að hefja afplánun á fimmtudag. Því hefur nú verið slegið á frest á meðan hún bíður niðurstöðu áfrýjunardómstóls.
Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað
Samkvæmt nýrri reglugerð getur flóttafólk, meðal annars fylgdarlaus börn, nú fengið 75 til 150 þúsund króna viðbótarstyrk fari þau af landi brott áður en frestur til heimfarar er liðinn. Auk þess býðst þeim áfram að fá ferðastyrk og enduraðlögunarstyrk fyrir að fara annað ásamt því sem íslenska ríkið greiðir fyrir þau flugmiðann. Tilgangur styrkjanna er að spara ríkinu kostnað vegna brottvísana.
Öll gögn til að halda úti draumaliðsleik í Bestu deild kvenna til staðar
Íslenskur Toppfótbolti gaf þær skýringar í upphafi Íslandsmótsins í knattspyrnu að ekki væri hægt að bjóða upp á draumaliðsleik fyrir Bestu deild kvenna þar sem tölfræðigögn séu ekki aðgengileg. Það er ekki rétt. Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna segir viljann einfaldlega skorta hjá Íslenskum Toppfótbolta.
Biden er eldri en íslenska lýðveldið
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið um framboð sitt til endurkjörs þrátt fyrir að 70 prósent Bandaríkjamanna vilji ekki að hann bjóði sig fram. Prófessor í sagnfræði telur að sterkasta vopn Biden verði að benda á að hann sé allavegana ekki jafn slæmur og Trump.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Kominn af þingmönnum í báðar ættir
Báðir afar Gísla Rafns Ólafssonar sátu á þingi, fyrir flokka sitt hvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Sjálfur var hann lengi vel mjög passasamur með að lýsa ekki pólitískum skoðunum sínum, starfa sinna vegna.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Ungur að árum var Stefán Vagn Stefánsson byrjaður að fylgja föður sínum, Stefáni Guðmundssyni, á pólitíska fundi. Þegar Stefán Vagn hóf svo stjórnmálaþátttöku hvatti faðir hans hann áfram.
Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins verða ekki veittar fyrr en að fundi loknum. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir of langt seilst að segja að 250 jakkaföt sem keypt hafa verið fyrir óeinkennisklædda lögreglumenn varði þjóðaröryggi en vissulega sé um öryggisástæður að ræða.
Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí
Ekkert frumvarp um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu mun koma frá formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir þinglok í vor. Fleiri frumvörp sem snerta breytta gjaldtöku af umferð hafa verið felld af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
Krafa aðstandenda þeirra sem fórust í Súðavíkurflóðinu um skipan rannsóknarnefndar var send forsætisráðherra og þingnefnd í síðustu viku. Forsætisráðherra hefur þegar boðað lögmann aðstandendanna á sinn fund. Formaður þingnefndarinnar segir einboðið að setja slíka nefnd á fót. Fyrir því séu bæði efnisleg og siðferðisleg rök.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Magdalena – „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.