4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum

Skyldulesning

Þann 5. janúar verður kosið um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar því þær hafa mikil áhrif á skiptingu valdsins í Bandaríkjunum. Joe Biden, verðandi forseti, heimsótti Georgíu á þriðjudaginn og hvatti kjósendur til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins.

Á kosningafundi í Atlanta sagði hann að hætta sé á að pólitísk stefna hans lendi í mótvindi ef Demókratar ná ekki meirihluta í öldungadeildinni. „Eruð þið reiðubúin til að kjósa tvo þingmenn sem vita hvernig á að segja „já“ en ekki bara „nei“?“ spurði Biden fundargesti.

Hann lagði áherslu á að Bandaríkin þurfi öldungadeild þar sem Demókratar eru í meirihluta ef árangur á að nást í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og kynþáttamismunun.

Demókratar verða að fá bæði þingsæti Georgíu til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni en þeir eru nú þegar með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ef þeir ná meirihluta í öldungadeildinni getur Biden komið stefnumálum sínum í framkvæmd á mun auðveldari hátt.

En Repúblikanar þurfa bara að sigra í kosningunni um annað sætið til að halda meirihluta sínum í deildinni en ef svo fer geta þeir komið í veg fyrir að stefnumál Biden nái fram að ganga.

Innlendar Fréttir