10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Bielsa rekinn frá Leeds

Skyldulesning

Marelo Bielsa hefur verið vikið frá störfum hjá Leeds.

Marelo Bielsa hefur verið vikið frá störfum hjá Leeds. AFP

Argentínska knattspyrnustjóranum Marcelo Bielsa hefur verið vikið frá störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United eftir tæplega fjögur tímabil við stjórnvölinn.

Leeds fékk 0:4-skell gegn Tottenham á heimavelli í gær sem reyndist síðasti leikur Bielsa á hliðarlínunni. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð með markatölunni 17:2 og fengið 60 mörk á sig á leiktíðinni.

Bielsa kom Leeds upp í efstu deild á sínu öðru tímabili með liðið eftir 16 ára fjarveru frá deild þeirra bestu. Yfirstandandi tímabil hefur hinsvegar reynst erfitt og er Leeds aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Leeds staðfestir að öllum líkindum ráðningu Bandaríkjamansins Jesse Marsch á morgun en Marsch hefur stýrt liðum á borð við Salzburg í Austurríki og Leipzig í Þýskalandi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir