5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Bielsa segir leikmenn Leeds hafa verið of lengi til baka – „Þeirra sóknir byggðust upp á skyndisóknum eftir spil hjá okkur“

Skyldulesning

„Við fengum svipuð tækifæri og þeir í fyrri hálfleik en við náðum ekki að skora,“ segir Marcelo Bielsa stjóri Leeds eftir 6-2 tap gegn Manchester United í ensku deildinni. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 4-1 heimamönnum í vil.

„Sóknirnar okkar komu út frá spili en sóknirnar þeirra komu vegna þess að við misstum boltann á þeirra vallarhelmingi og þeir fengu skyndisókn. Við vorum hægari að snúa í vörnina heldur ein þeir að snúa vörn í sókn,“ segir Bielsa.

Ole Gunnar Solskjær var að vonum ánægður með sína menn eftir leikinn sem var þeirra sjötti sigurleikur í síðustu sjö leikjum. „Þetta var frábært. Frá fyrstu mínútu höfðum við plan að sækja fram þegar við vorum með boltann. Scott skorar svo auðvitað tvö mörk á fyrstu þremur mínútunum sem er frábær byrjun á leiknum.“

Solskjær hefur ekki áhyggjur af stöðu liðsins í deildinni. „Við erum búnir með 1/3 hluta mótsins, við erum ekki einu sinni hálfnaðir. Staða okkar í deildinni er ekki það sem við erum að horfa á. Við horfum á bætinguna hjá liðinu, bætingu á formi. Við vissum að við myndum vera eftir á í formi og ég held að það hafi sést í fyrstu leikjunum.“

Solskjær segir að mun fleiri mörk hefðu getað verið skoruð í leiknum. „Staðan hefði átt að vera 12-4, þetta var þess háttar leikur.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir