7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier

Skyldulesning

Minnst tveir eru látnir og eru tíu til fimmtán sagðir hafa særst alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag.

Svo virðist sem að maður hafi ekið bíl sínum eftir vinsælli verslunar-göngugötu. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Lögreglan segir í tísti að maðurinn sé frá Trier og sé 51 árs gamall.

Enn eru fregnir á reiki en sjónarvottar segja þýskum fjölmiðlum að maðurinn hafi keyrt hratt eftir götunni og ekið vísvitandi á fólk.

Fréttin verður uppfærð.

Hér má sjá mynband sem talið er sýna handtöku ökumannsins.

BREAKING – Car plows through pedestrians in the German city of Trier, at least 2 dead, 10 injured. The police rammed the car and arrested the driver.pic.twitter.com/oQHM83arwv

— Disclose.tv (@disclosetv) December 1, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir