Bilað boð sett á borðið hjá Messi – Fær 60 milljarða á ári ef hann er klár í þetta skref – DV

0
137

Endalok Lionel Messi hjá PSG í Frakklandi virðast nálagast. L’Equipe segir að Messi fari í sumar þegar samningur hans er á enda.

Stuðningsmenn PSG eru meðvitaðir um þetta og fóru að baula á Messi fyrir og eftir leik gegn Lyon um helgina.

Messi fór grátandi frá Barcelona fyrir tæpum tveimur árum en félagið hafði ekki efni á að halda honum.

Nú segir Fabrizio Romano að Al Hilal í Sádí Arabíu sé búið að bjóða Messi 400 milljónir evra á ári. Er það álíka samningur og Cristiano Ronaldo fær hjá Al-Nassr þar í landi.

Talið er að Messi hafni því að þéna 60 milljarða á ári endurkoma til Barcelona er í kortunum samkvæmt Romano. Barcelona skoðar nú hvað félagið hefur efni á að bjóða Messi.

🚨 Understand Al Hilal sent an official bid to Leo Messi: salary worth more than €400m/year.

◉ Leo’s absolute priority: continue in Europe.

◉ Barcelona, waiting on FFP to send bid and open talks.

◉ PSG bid, not accepted at this stage as Messi wanted sporting guarantees. pic.twitter.com/FVTDGs4eQV

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 4, 2023