6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Bílar bíða í gangi eftir búðaþjófum

Skyldulesning

Lögreglubíll í forgangsakstri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Lögreglubíll í forgangsakstri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Kristinn Magnússon

Þjófar létu veðrið ekki aftra sér frá iðju sinni, en í þremur þjófnaðartilkynningum verslana til lögreglunnar í dag kom fram að menn hefðu látið greipar sópa og forðað sér út í bíl, sem beið í gangi fyrir utan, og á brott.

Í hádeginu barst tilkynning úr hverfi 108 um að maður hefði þar tekið dýran hátalara traustataki, hlaupið út í bíl og á bak og burt.

Um kaffileytið bárust svo tvær tilkynningar úr sama hverfi, fyrst um að maður hefði reynt að stela úlpu úr búð, en náð að komast út og í bíl, sem þar beið. Um stundarfjórðungi síðar var svo tilkynnt frá annarri verslun, að þar hefði maður tekið tvær úlpur og komist burt í bíl, sem beið eftir honum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir